top of page

Náttúrumeðferð við streitu

Náttúrumeðferð við streitu

Í samtímanum þykir það sjálfsögð krafa að starfsaðferðir sem notaðar eru í félags- og velferðarþjónustu byggist á gagnreyndri þekkingu. Á síðustu árum hefur þeim fjölgað sem leita sér faglegs stuðnings vegna einkenna langvarandi streitu og kulnunar í starfi. Sýnt hefur verið fram á að meðferð sem fer fram úti í náttúrunni og undir faglegri leiðsögn hefur jákvæð áhrif á líðan og getur stutt þá sem kljást við heilsutengdan vanda við að ná bata og tilfinningalegu jafnvægi. Langvarandi streita er alvarlegur heilsufarsvandi sem hefur hlotið aukna athygli á síðustu árum og er nú oft tengd auknu álagi og því óöryggi sem heimsfaraldur Covid-19 olli (Renov o.fl., 2022; Yildirim og Solmaz, 2022; Griffith, 2020). Í kjölfarið hefur úrræðum fjölgað fyrir fólk sem hefur skerta starfsgetu vegna álags og streitu (Gilse o.fl., 2010; Ilić o.fl., 2017; Mercado o.fl., 2022; Vigdís Jónsdóttir, 2022). Niðurstöður rannsókna hafa bent til þess að meðferð úti í náttúrunni sé hjálpleg þeim sem kljást við streitutengdan vanda (Anna María Pálsdóttir o.fl., 2014; Kaplan, 1995; Sahlin o.fl., 2014; Magnúsdóttir, 2020).

Lýsing:

Hægja á, tengjast náttúrunni í göngu, fræðast og tengja reynslu við daglegt líf.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja tengjast náttúrunni, hægja á hraðanum og eru að takast á við streitu í daglegu lífi. Gangan er hæg.

Markmið:

  • Markmið er að þátttakendur öðlist tengingu við náttúruna og skynji kraftinn sem býr í henni til endurheimtar.

  • Þátttakendur rifji upp færni sína til að tengjast náttúrunni.

  • Þátttakendur öðlist færni til að nýta einfaldar núvitundaræfingar til streitulosunar.

  • Kennsla

Forest Trees
IMG_5777.jpg

Uppbygging er þríþætt.

Kennsla, náttúra, núvitund.

Kennsla

Í hverjum tíma er kennsla sem tengist þemu hverju sinni. Kennslan er mótuð með það að leiðarljósi að þátttakandi taki hana með sér inn í náttúruna og síðar daglegt líf.

Náttúran

Í hverjum tíma er farið út í náttúruna þar sem markmið eru ólík hverju sinni. Þema einkennir hvern tíma þar sem áhersla er lögð á að þátttakandi tengist náttúrunni með ólíkum hætti.

Umbreytandi öndun

Markmið er að þátttakandi nái tengslum við náttúruna og því samhliða sjálfum sér í núvitund með öndun.

Kennari:

Berglind Magnúsdóttir, Félagsráðgjafi MA – MÁPM meðferðaraðili og Transformational Breath Facilitator  

     

Tímasetning:

6. september 2023 kl. 10.00 – 13.00

13. september 2023 kl. 10.00 – 13.00

27. september 2023 kl. 10.00 – 13.00

4. október 2023 kl. 10.00 – 13.00

Tímalengd:

4 vikur – 12 klst.

Staðsetning:

Austurvegur 10 og víða í náttúrunni.

Verð:

54.900,-

Ath - Mörg stéttarfélög og aðrar stofnanir veita styrki vegna námskeiða

bottom of page