Sársauki í samböndum
Á þessu áhugaverða námskeiði verður fjallað um hvað veldur því að þekkt hringrás eigi sér stað í samböndum þar sem miklar öfgar, óvissa, vanlíðan og sársauki eru algengur hluti af parasambandi.
Í huga margra er algengt að makinn sem þeir kynnast breytist frá því að vera draumaprinsinn eða prinsessan, yfir í að vera einstaklingur sem getur orðið fjarlægur, dónalegur, yfirgangssamur, óheiðarlegur og jafnvel ofbeldisfullur. Að sama skapi finna margir fyrir því að makinn verði háður sér, eigi erfitt með að standa á eigin fótum og að hann sé að kæfa sig í kröfum um samveru og nánd. Þessi hringrás hefur með hugtak að gera sem kallast ástarfíkn og ástarforðun (e. love addiction/love avoidant).
Þetta er algengt fyrirbæri sem fjöldi fólks tengir við og upplifir jafnvel að eigi sér stað aftur og aftur innan sama sambands eða milli mismunandi sambanda.
Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir þessa hringrás, hvernig hún lítur út og hvað veldur því að við virðumst fara inn í hana aftur og aftur auk þess að fjalla um leiðir til bata. Leiðbeinandi námskeiðsins er Valdimar Þór Svavarsson sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á viðfangsefninu og nálgast efnið á einlægan og fræðandi máta.
„Óþægilega einlægt og "spot on" námskeið sem varpaði ljósi á svo margt sem hefur alltaf verið vandamál í mínu lífi. Valdimar er óhræddur við að deila sinni reynslu og þekkingu. Frábært!“ U.P.
Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson. Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf, ACC vottaður markþjálfi ásamt því að vera sérmenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem fjalla um meðvirkni og áfallavinnu. Valdimar hefur starfað til fjölda ára við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum og haldið tugi námskeiða og fyrirlestra um meðvirkni og áföll.
Hvenær: 26. október
Klukkan: 17:00 - 18:30
Hvar: Zoom
Verð: 9.000 kr
Eingöngu hægt að greiða með greiðslukorti og nauðsynlegt að greiðsla fari fram til þess að tryggja bókun sætis. Ef óskað er eftir að afbóka námskeið þarf að senda póst á fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is. Námskeið fást að fullu endurgreidd ef þau eru afbókuð með að lágmarki 3 virkra daga fyrirvara, auk þess sem hægt er að velja um að færa bókun á næsta skráða námskeið ef það hentar. Ef námskeið eru afbókuð með styttri fyrirvara fást þau ekki endurgreidd og ekki er hægt að færa á milli námskeiða.