top of page

Vinnustaðagreining og gæðamat

Starfsánægja getur endurspeglað árangur fyrirtækja á víðtækan máta. Algeng umkvörtunarefni starfsfólks er skortur á viðurkenningu á vinnuframlagi ásamt skorti á upplýsingaflæði.

 

Með vinnustaðagreiningu er starfsfólki og stjórnendum boðið upp á gagnvirkt samtal með það markmið að auka gæði vinnustaðarins. Með því að veita starfsfólki athygli á þennan hátt er stuðlað að minni starfsmannaveltu, fækkun fjarvista og bættum starfsanda.

Vinnustaðagreining og gæðamat inniheldur meðal annars:

  • Starfsmannaviðtöl

  • Spurningalistar

  • Áættumat vegna kulnunar

  • Fyrirlestrar/námskeið

  • Persónumiðuð handleiðsla/þjálfun

  • Skýrsla með niðurstöðum og tillögur að úrbótum 

  • Eftirfylgni

Nánari upplýsingar veitir Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

valdimar@fyrstaskrefid.is eða í síma 821-0808

bottom of page